Egilsstaðir | Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum frumsýnir í kvöld verkið Lísu í Undralandi, eftir Lewis Carroll, í leikgerð Sigurðar Ingólfssonar. Leikstjóri er Halldóra Malín Pétursdóttir.
Egilsstaðir | Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum frumsýnir í kvöld verkið Lísu í Undralandi, eftir Lewis Carroll, í leikgerð Sigurðar Ingólfssonar. Leikstjóri er Halldóra Malín Pétursdóttir. Leikgerðin er nútíma útgáfa af Lísu þar sem dægurtónlist er fléttað saman við. LME hefur vegna skorts á boðlegri leiklistaraðstöðu á Egilsstöðum orðið að byggja upp frá grunni leikhús í gömlu húsnæði Trésmiðju Fljótsdalshéraðs í Fellabæ og þar fer sýningin fram.

Sýningin hefst kl. 20.