Hekla frumsýnir nýjan Audi A4 nú um helgina. Bíllinn er allur hinn glæsilegasti og sameinast í honum framsækin tækni og nútímalegt útlit. Þótt stutt sé síðan bíllinn kom á markað hefur hann hlotið fjölda verðlauna.
Hekla frumsýnir nýjan Audi A4 nú um helgina.

Bíllinn er allur hinn glæsilegasti og sameinast í honum framsækin tækni og nútímalegt útlit.

Þótt stutt sé síðan bíllinn kom á markað hefur hann hlotið fjölda verðlauna. Þar á meðal kaus þýska blaðið Bild am Sonntag hann nýverið besta bílinn í sínum flokki og veitti honum að því tilefni Gullna stýrið, ein eftirsóttustu verðlaun í bílaheiminum.

Opið er hjá Heklu kl. 10-18 í dag og 10-16 á morgun, laugardag.