Stífla Langar bílaraðir mynduðust þegar vörubílstjórarnir stöðvuðu bíla sína í Ártúnsbrekku. Þeir segjast hafa lagt upp með að opna um leið og lögreglan kæmi á vettvang. Við það stóðu þeir.
Stífla Langar bílaraðir mynduðust þegar vörubílstjórarnir stöðvuðu bíla sína í Ártúnsbrekku. Þeir segjast hafa lagt upp með að opna um leið og lögreglan kæmi á vettvang. Við það stóðu þeir. — Morgunblaðið/Júlíus
Á ÞRIÐJA tug atvinnubílstjóra á vörubifreiðum lokaði Ártúnsbrekku í rúman hálftíma á fjórða tímanum í gærdag til að mótmæla háu eldsneytisverði og aðgerðaleysi stjórnvalda.
Á ÞRIÐJA tug atvinnubílstjóra á vörubifreiðum lokaði Ártúnsbrekku í rúman hálftíma á fjórða tímanum í gærdag til að mótmæla háu eldsneytisverði og aðgerðaleysi stjórnvalda. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir það geta skapað stórhættu þegar aðalsamgönguæðum borgarinnar er lokað fyrirvaralaust. Forsvarsmaður bílstjóranna boðar hins vegar frekari lokanir og verða hvorki lögregla né slökkvilið látin vita með fyrirvara.

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir viðbragðskerfi, hvað varðar sjúkraflutning og slökkvistarf, byggjast á að samgönguæðar séu opnar og því hefðu aðgerðirnar getað skapað stórhættu.

„Ráðamenn verða að vakna,“ segir Sturla Jónsson atvinnubílstjóri sem telur ummæli Jóns Viðars aðeins hræðsluáróður og vill að fólkið í landinu taki jafnframt við sér.