Um fjögur hundruð manns voru föst í London Eye nýlega þegar stöðva þurfti hjólið vegna viðgerða. Farþegar þurftu að eyða klukkustund í lausu lofti í allt að 135 metra hæð.
Um fjögur hundruð manns voru föst í London Eye nýlega þegar stöðva þurfti hjólið vegna viðgerða. Farþegar þurftu að eyða klukkustund í lausu lofti í allt að 135 metra hæð. Starfsmenn gátu þó talað við farþegana í gegnum innanhússkerfi og bent þeim á hvar væri að finna drykkjarvatn og teppi. Þegar farþegar voru lausir úr prísundinni fengu þeir heitan drykk og endurgreitt.