Heiðin Gunnar Eyjólfsson í hlutverki sínu í Heiðinni.
Heiðin Gunnar Eyjólfsson í hlutverki sínu í Heiðinni.
Reykhólar | Kvikmyndin Heiðin var sýnd um páskana á Reykhólum. Vel á þriðja hundrað manns mætti á sýninguna. Myndin var sýnd í íþróttahúsinu á Reykhólum. Þar eru 250 stólar í rekkum og voru þeir nánast fullsetnir.
Reykhólar | Kvikmyndin Heiðin var sýnd um páskana á Reykhólum. Vel á þriðja hundrað manns mætti á sýninguna.

Myndin var sýnd í íþróttahúsinu á Reykhólum. Þar eru 250 stólar í rekkum og voru þeir nánast fullsetnir. Sýningin tafðist vegna þess að fólk streymdi að og bæta þurfti við stólum.

Um 130 manns búa á Reykhólum og um 260 manns eru skráðir með búsetu í Reykhólahrepp öllum, en einnig mátti sjá gesti úr Dalasýslu og frá Búðardal.

Nemendur skólans á Reykhólum seldu popp og kók til fjáröflunar fyrir Danmerkurferð sína og myndaðist mikil bíóstemming í íþróttahúsinu.

Frítt var á sýninguna en aðstandendur vildu endurgjalda góðar móttökur heimafólks er myndin var tekin upp á staðnum sl. vor og sumar 2007. Leikstjórinn, Einar Þór, var viðstaddur sýninguna.

Aðsókn á Heiðina í Reykjavík og á Akureyri hefur verið jöfn, en myndin fór í 14. sæti á aðsóknarlista kvikmyndahúsanna eftir fyrstu sýningarhelgi 16. mars sl.