Aguilera Nakin á sunnudögum.
Aguilera Nakin á sunnudögum.
NÁGRANNAR hjónanna Christinu Aguilera og Jordan Bratman eru orðnir nokkuð þreyttir á síðbúnum nektarböðum þeirra. Nágrannarnir kvarta undan kynlífshljóðum seint um nótt sem munu tengjast þessum baðferðum.
NÁGRANNAR hjónanna Christinu Aguilera og Jordan Bratman eru orðnir nokkuð þreyttir á síðbúnum nektarböðum þeirra. Nágrannarnir kvarta undan kynlífshljóðum seint um nótt sem munu tengjast þessum baðferðum.

Aguilera og Bratman eiga sundlaug enda búa þau í glæsivillu í Beverly Hills og ekki á flæðiskeri stödd. Eins og menn vita er gott að geta brugðið sér í kalda sundlaug í hitanum í Kaliforníu að ekki sé minnst á þau notalegheit að baða sig án fata.

Nágranni Aguilera segir í tímaritinu Star að lætin í hjónunum séu gífurleg. Þó mun sami nágranni ánægðari með þau en fyrri íbúa glæsivillunnar, Osborne-fjölskylduna alræmdu.

Aguilera sagði frá því fyrir skömmu að þau Bratman væru oft nakin á sunnudögum og gerðu þá í raun hvað sem er án fata, elduðu jafnvel nakin. Þau eru nýbakaðir foreldrar og allt í lukkunnar velstandi.