Ný Dönsk á Nasa Tónlist Björn Jörundur Friðbjörnsson og félagar hans í hljómsveitinni Ný Dönsk flytja alla sína helstu slagara á stórdansleik á skemmtistaðnum Nasa á laugardag. Aðgangseyrir er 1900 kr., húsið verður opnað kl.

Ný Dönsk á Nasa

Tónlist Björn Jörundur Friðbjörnsson og félagar hans í hljómsveitinni Ný Dönsk flytja alla sína helstu slagara á stórdansleik á skemmtistaðnum Nasa á laugardag. Aðgangseyrir er 1900 kr., húsið verður opnað kl. 23 og er aldurstakmark 20 ár.

20 ára starfsafmæli

Tónlist Norðlenska hljómsveitin Helgi og hljóðfæraleikararnir fagnar 20 ára starfsafmæli með sínu lagi á tónleikum á skemmtistaðnum Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Stiklað verður á stóru í ferli sveitarinnar. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er miðaverð 1000 krónur.

Sálmar og tónaljóð

Tónlist Tónlistarhópurinn Camerarctica ásamt Mörtu Halldórsdóttur sópransöngkonu halda tónleika undir yfirskriftinni „Sálmar og tónaljóð“ í Hallgrímskirkju á sunnudag kl. 17. Þar verður meðal annars frumflutt nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Aðgangseyrir er 2000 krónur.

Hallgrímur og Íslandsklukkan

Bókmenntir Hallgrímur Helgason rithöfundur stýrir samræðum um Íslandsklukku Halldórs Laxness á Gljúfrasteini á sunnudag kl. 16. Hallgrímur fjallar vítt og breitt um sögu aðalpersónanna þriggja og veltir fyrir sér hvort Íslandsklukkan sé góð bók. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

Frumsýning Hugleiks

Leiklist Leikfélagið Hugleikur frumsýnir verkið 39½ viku eftir Hrefnu Friðriksdóttur í Möguleikhúsinu við Hlemm í kvöld.