— Morgunblaðið/Ómar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hver er er uppáhaldsbíllinn þinn? ,Ég myndi segja að það væri sá bíll sem ég á hverju sinni. Ég hef í raun aldrei verið óheppin í bílakaupum og fer oftast eftir tilfinningunni sem ég fæ þegar ég sest undir stýri til að prufukeyra.
Hver er er uppáhaldsbíllinn þinn? ,Ég myndi segja að það væri sá bíll sem ég á hverju sinni. Ég hef í raun aldrei verið óheppin í bílakaupum og fer oftast eftir tilfinningunni sem ég fæ þegar ég sest undir stýri til að prufukeyra. Ætli maður sé ekki bara einfaldlega svona næmur á þetta? Ég vel bíl sem veitir mér góða tilfinningu og ég get eytt miklum tíma í á notalegan hátt. Þá skipta t.d. máli gæði hljómkerfis og innréttinga, að lyktin sé góð og sætin séu mjúk. Litir hafa einnig mikil áhrif og eru mikilvægir. Ég er til dæmis mjög ánægð með hvíta Volvo-inn sem ég á í dag, það er engu líkara en hann hafi verið hannaður fyrir mig.“

Hvort ertu meira fyrir jeppa eða fólksbíla?

,,Ég er algjör jeppakona! Ég keypti eitt sinn stóran jeppa á risadekkjum og fór á fjöll til að komast í burt úr bænum en það er nokkuð sem ég elska að gera. Einnig tel ég mikið öryggi fólgið í að vera á jeppa, hann er jú með sterkari byggingu en flestir fólksbílar, maður situr hærra uppi og hefur því betri yfirsýn í umferðinni.“

Áttu draumabíl?

,,Já, ætli ég verði ekki að segja að það er fallegur jeppi– jafnvel Hummer eða Landcruiser – og hann verður að vera hvítur.“