Á vef Umferðarstofu, us.is, er nú hægt að skoða fjölda fræðslumyndbanda fyrir ökumenn og aðra sem taka þátt í umferðinni. Myndböndin eru stutt, skýr og vandað hefur verið til gerðar þeirra.
Á vef Umferðarstofu, us.is, er nú hægt að skoða fjölda fræðslumyndbanda fyrir ökumenn og aðra sem taka þátt í umferðinni. Myndböndin eru stutt, skýr og vandað hefur verið til gerðar þeirra.

Myndböndunum hefur verið komið fyrir á greinilegum stað á forsíðu vefsins og einungis þarf að smella á viðeigandi titilmynd til að skoða myndbandið þar að baki.

Meðal titla eru „Áfengi og akstur“, „Ef bíll bilar“, „Að hleypa framúr“, „Tannhjólaaðferðin“ og svo það sem allir Íslendingar ættu að skoða; „Stefnuljós“.