[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Um helgina Kraftwerk Orange Bresku plötusnúðarnir Kiki-Ow og Davo halda Kraftwerk Orange- kvöld á skemmtistaðnum Organ laugardagskvöldið 29. mars.
Um helgina

Kraftwerk Orange Bresku plötusnúðarnir Kiki-Ow og Davo halda Kraftwerk Orange- kvöld á skemmtistaðnum Organ laugardagskvöldið 29. mars. Kraftwerk Orange er reglulegur viðburður, nótt uppfull tónlistar sem spannar síðustu fimm áratugi og blandar saman britpoppi, rokki, nýbylgjutónlist og electroclash.

Sixties og Geirmundur Hljómsveitin Sixties skemmtir gestum Players í kvöld með leik og söng. Annað kvöld er það aftur á móti Geirmundur Valtýsson sem heiðrar Kópavogsbúa með nærveru sinni.

R okkað í Hellinum Rokksveitin Misery Index heldur uppi stuðinu í Hellinum (Tónlistarþróunarmiðstöðinni) laugardaginn 29. mars. Einnig koma fram Forgarður Helvítis, Disintegrate og Gone Postal.

Frönsk stemning Söngkonan Catherine Dagois og píanóleikarinn Edgar Teufel bjóða upp

á tónleika í Iðnó í dag kl. 11. Þar munu þau flytja lög við ljóð franska ljóðskáldsins Pauls Verlaine. Tónleikarnir eru liður í dagskrá Viku franskrar tungu sem lýkur með kvöldstund á veitingastaðnum Le Rendez-Vous á morgun en þar koma þau Dagois og Teufel einnig fram.