Iceland Airwaves Hljómsveitin The Telepathetics á hátíðinni árið 2006.
Iceland Airwaves Hljómsveitin The Telepathetics á hátíðinni árið 2006. — Morgunblaðið/ÞÖK
DAILY Mirror, eitt stærsta dagblað Bretlandseyja, nefnir Iceland Airwaves sem eina af bestu tónlistarhátíðum heims í úttekt sem birt var í blaðinu um síðustu helgi.
DAILY Mirror, eitt stærsta dagblað Bretlandseyja, nefnir Iceland Airwaves sem eina af bestu tónlistarhátíðum heims í úttekt sem birt var í blaðinu um síðustu helgi. Þar er Iceland Airwaves í góðum hópi virðulegra viðburða á borð við Fuji Rocks í Japan, Benecassim á Spáni og The Big Day Out í Ástralíu sem Björk lék á í janúar.

Belgíska hátíðin Pukkelpop var valin besta hátíð heims á listanum, en Airwaves hafnar hins vegar í sjötta sætinu. Það verður að teljast mjög góður árangur, sérstaklega ef miðað er við höfðatölu, og í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar segir að þeir séu mjög ánægðir með að vera settir í hóp með bestu tónlistarhátíðum heims.

Iceland Airwaves 2008 fer fram í miðborg Reykjavíkur daganna 15.-19. október næstkomandi. Tilkynnt verður um fyrstu listamenn hátíðarinnar í ár á næstu vikum samhliða því sem miðasala hefst á alþjóðavettvangi.

Framkvæmd Iceland Airwaves er í höndum fyrirtækisins Hr. Örlygs, en hátíðin er haldin í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg.