Þotur í eigu American Airlines.
Þotur í eigu American Airlines.
BANDARÍSKT flugfélag flutti fimm manns yfir Atlantshafið í 240 sæta þotu. Bensínið, sem til þurfti, var 83.000 lítrar eða 16.700 l á hvern farþega.
BANDARÍSKT flugfélag flutti fimm manns yfir Atlantshafið í 240 sæta þotu. Bensínið, sem til þurfti, var 83.000 lítrar eða 16.700 l á hvern farþega.

Talsmenn umhverfissamtaka segja, að ferðin hafi ekki verið neitt annað en hneyksli og raunar dæmigerð fyrir sóunina á þessum vettvangi eins og svo mörgum öðrum. Ferðin var farin 9. febrúar en þá kom upp vélarbilun hjá American Airlines og því varð að aflýsa eða fresta fjórum ferðum frá Chicago til London. Flestir farþeganna fóru þá með öðrum flugfélögum en fimm urðu eftir og eftir 11 klukkustunda bið voru þeir fluttir til London.

Bensínið á hvern þeirra var eins og áður segir 16.700 lítrar og koltvísýringsmengunin jókst um 215 tonn eða 43 tonn á mann. Það svarar til þess, að bíl af gerðinni Ford Mondeo hafi verið ekið fimm sinnum í kringum jörðina.

Launakostnaður flugfélagsins var á fimmtu milljón króna en talsmaður þess segir, að það hafi ekki átt neinna kosta völ. Í London hafi heill flugvélarfarmur af farþegum beðið eftir að komast vestur..