Stærsta helgi íslenskra glímukappa er framundan en keppni í Íslandsglímunni fer fram um helgina á Akureyri. Þar reyna sig allir fremstu glímumenn landsins og er bæði um einstaklings- og sveitakeppni að ræða.
Stærsta helgi íslenskra glímukappa er framundan en keppni í Íslandsglímunni fer fram um helgina á Akureyri. Þar reyna sig allir fremstu glímumenn landsins og er bæði um einstaklings- og sveitakeppni að ræða. Keppt verður um æðstu verðlaun íslensk í greininni; Grettisbeltið hjá körlunum sem Pétur Eyþórsson hefur átt skuldlítið síðustu árin og Freyjumenið hjá konunum sem Svana Hrönn Jóhannsdóttir hefur unnið tvö ár í röð. Að auki takast þar á yngstu keppendur í íslenskri glímu.