Í tilefni fréttaflutnings undanfarna daga, þar sem fram hefur komið að innfluttar vörur eins og húsgögn og raftæki hafi hækkað verulega í kjölfar veikingar íslensku krónunnar, vill IKEA benda á að allar vörur, tæplega 3000 að tölu, sem finna má í...
Í tilefni fréttaflutnings undanfarna daga, þar sem fram hefur komið að innfluttar vörur eins og húsgögn og raftæki hafi hækkað verulega í kjölfar veikingar íslensku krónunnar, vill IKEA benda á að allar vörur, tæplega 3000 að tölu, sem finna má í vörulista IKEA 2008 muni ekki hækka í verði. Uppgefið verð í vörulistanum hefur verið í gildi síðan í ágúst á síðasta ári og mun áfram gilda til 15. ágúst næstkomandi. IKEA segist stand við verð sín og muni þar með halda sínu lága vöruverði eins og það birtist í vörulistanum.