Ragnar Sigurðsson
Ragnar Sigurðsson — Morgunblaðið/Ómar
ÞRETTÁN íslenskir knattspyrnumenn leika í stærstu úrvalsdeild í sögu sænsku knattspyrnunnar sem hefst á sunnudag. Liðin í efstu deild eru 14 en þau voru 12 áður og sjö þeirra eru með íslenska leikmenn í sínum röðum.
ÞRETTÁN íslenskir knattspyrnumenn leika í stærstu úrvalsdeild í sögu sænsku knattspyrnunnar sem hefst á sunnudag. Liðin í efstu deild eru 14 en þau voru 12 áður og sjö þeirra eru með íslenska leikmenn í sínum röðum. Auk þess þjálfar Sigurður Jónsson lið Djurgården.

Fjögur af liðunum fjórtán leika alla sína heimaleiki á gervigrasi og Íslendingaliðin Sundsvall og Elfsborg eru með slíka velli. Fjölmargir íslenskir leikmenn hafa leikið í sænsku úrvalsdeildinni á undanförnum árum og aðeins tvö lið hennar hafa aldrei haft Íslendinga í sínum röðum, Ljungskile og Gefle. Tveir íslenskir leikmenn voru í sænska meistaraliðinu Gautaborg á síðustu leiktíð, þeir Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson. | Íþróttir