[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Mercedes-Benz Sprinter bílarnir hafa nú verið á markaði frá árinu 1995 en ekki eru nema um tvö ár síðan Sprinter fékk síðustu yfirhalninguna.
Mercedes-Benz Sprinter bílarnir hafa nú verið á markaði frá árinu 1995 en ekki eru nema um tvö ár síðan Sprinter fékk síðustu yfirhalninguna. Það virðist þó enn vera svigrúm fyrir endurbætur því þýska breytingarfyrirtækið Hartmann hefur tekið til við breytingar á Sprinter-bílnum og er niðurstaðan sendibíll fyrir þá sem hafa dísil í blóðinu.

Sprinter-sendibílar – eða bara sendibílar yfir höfuð – eru ekki fyrstu bílarnir sem manni dettur í hug þegar sprækir bílar eru nefndir. Þessu bætir Hartmann reyndar ekki úr en útlitslega lítur bíllinn út fyrir að vera mun sprækari. Þannig hefur Hartmann SP5 eins og hann er kallaður fengið tvöfalt púst, 19 álfelgur með lágprófíls-dekkjum, sérstaka sílsalista og vindskeiðar. Útlitslega er bíllinn nokkuð álitlegur að sjá og þrátt fyrir lágprófílsdekkin er burðargeta bílsins samt næstum því 3,5 tonn.

Þó er nú líklegast að bíllinn muni njóta vinsælda sem fólksflutningabíll, nú eða húsbíll, og á meginlandinu hafa bílar í þessum dúr verið mjög vinsælir sem skutlur, t.d. við flugvelli eða sem leigubílar.