Borgarstjórar og formaður borgarráðs vissu af framúrkeyrslu vegna framkvæmda við Laugardalsvöll frá september 2006 og fram í janúar 2008. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var borgarstjóri fram til 17. október 2007 og Dagur B. Eggertsson frá þeim degi til 24.
Borgarstjórar og formaður borgarráðs vissu af framúrkeyrslu vegna framkvæmda við Laugardalsvöll frá september 2006 og fram í janúar 2008. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var borgarstjóri fram til 17. október 2007 og Dagur B. Eggertsson frá þeim degi til 24. janúar 2008. Björn Ingi Hrafnsson var formaður borgarráðs á tímabilinu. Borgarráði var fyrst gerð grein fyrir málinu 20. desember 2007. Þetta kemur fram í minnisblaði sviðsstjóra Framkvæmdasviðs og ÍTR vegna verksins. Þar segjast þeir hafa átt fjölmarga fundi með fulltrúum KSÍ í byggingarnefnd ásamt fleirum frá 21. mars 2006 þar sem farið var yfir kostnaðaráætlun, útkomuspá, viðbótarkostnað og lagðar fram athugasemdir við einstaka verkþætti og kostnað vegna þeirra. Síðan stendur orðrétt að „frá september 2006 til janúar 2008 voru borgarstjórum og formönnum borgarráðs gerð grein fyrir þessu þáttum á fundum og með minnisblöðum.“ Dagur vill koma þeirri áréttingu á framfæri vegna fréttar 24 stunda um málið í gær að 372 milljóna króna framúrkeyrsla átti sér stað á síðari stigum verksins, ekki einungis eftir að hann fór úr byggingarnefnd þess. þsj