Hrefna Friðriksdóttir
Hrefna Friðriksdóttir
LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur frumsýnir í kvöld leikritið 39½ viku eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Leikstjórar eru Ásta Gísladóttir, Júlía Hannam og Sigurður H. Pálsson. 39½ vika er farsakenndur gamanleikur sem snýst að verulegu leyti um barneignir og...
LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur frumsýnir í kvöld leikritið 39½ viku eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Leikstjórar eru Ásta Gísladóttir, Júlía Hannam og Sigurður H. Pálsson. 39½ vika er farsakenndur gamanleikur sem snýst að verulegu leyti um barneignir og sauðfjárrækt. Sveitapilturinn Valur fær afnot af skrifstofu frænku sinnar, sem starfar sem félagsráðgjafi á kvennadeild sjúkrahúss.

Hugleikur hefur þá sérstöðu meðal íslenskra leikfélaga að leikverkin eru öll samin af félagsmönnum og alfarið sprottin úr íslensku þjóðlífi. Sýnt er í Möguleikhúsinu við Hlemm.