Írska fjármálaeftirlitið rannsakar nú hvort neikvæðum orðrómi hafi verið vísvitandi komið á kreik um írskar fjármálastofnanir nýlega með það að markmiði að grafa undan þeim og gera þær viðkvæmari fyrir yfirtöku.
Írska fjármálaeftirlitið rannsakar nú hvort neikvæðum orðrómi hafi verið vísvitandi komið á kreik um írskar fjármálastofnanir nýlega með það að markmiði að grafa undan þeim og gera þær viðkvæmari fyrir yfirtöku. Kemur þetta fram í leiðara Irish Examiner .

Blaðið segir að ef í ljós komi að írskir fjármálamenn hafi tekið höndum saman við erlenda aðila um að grafa undan írskum stofnunum verði þeir að taka afleiðingunum. Viðurlög við slíku geti verið allt að 10 milljóna evra sekt og 10 ár í fangelsi. Er í leiðaranum bent á Ísland sem dæmi um land sem glími við áhrif neikvæðs orðróms. Írland og Ísland séu bæði lítil, opin hagkerfi sem séu viðkvæm fyrir breytingum á væntingum.