Afhending Ómar H. Kristmundsson, formaður Rauða kross Íslands, Sólveig Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, Sigurður Örn Guðbjörnsson, bókavörður í aðfangadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, Bryndís Ísaksdóttir, fagstóri í aðfangadeild, Áslaug Agnarsdóttir, sviðstjóri þjónustusviðs, og Bryndís Ingvarsdóttir, forstöðumaður útlánadeildar, við athöfnina.
Afhending Ómar H. Kristmundsson, formaður Rauða kross Íslands, Sólveig Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, Sigurður Örn Guðbjörnsson, bókavörður í aðfangadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, Bryndís Ísaksdóttir, fagstóri í aðfangadeild, Áslaug Agnarsdóttir, sviðstjóri þjónustusviðs, og Bryndís Ingvarsdóttir, forstöðumaður útlánadeildar, við athöfnina.
RAUÐI kross Íslands hefur fært Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni fagbókasafn sitt að gjöf. Um er að ræða rúmlega 2.000 bækur, og er þetta stærsta safn fræðirita í einkaeigu sem Landsbókasafnið hefur eignast á undanförnum árum.
RAUÐI kross Íslands hefur fært Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni fagbókasafn sitt að gjöf. Um er að ræða rúmlega 2.000 bækur, og er þetta stærsta safn fræðirita í einkaeigu sem Landsbókasafnið hefur eignast á undanförnum árum.

Bækurnar eru einkum á sviði þróunarsamvinnu, neyðaraðstoðar, flóttamannahjálpar, alþjóðlegra mannúðalaga og sjálfboðastarfa auk sögu og starfsemi Rauða krossins á Íslandi og á alþjóðavettvangi.

Áslaug Agnarsdóttir, sviðstjóri þjónustusviðs Landsbókasafnsins, segir gjöfina koma sér sérlega vel í ljósi þess að kennsla í þróunarfræðum hófst við Háskóla Íslands fyrir fáeinum árum. Gjöfin eigi áreiðanlega eftir að nýtast kennurum og háskólanemun vel um árabil, en ekki síður fræðimönnum og almenningi.