Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur að víða þurfi að bæta úr verðmerkingum fyrirtækja. Segir hann verðmerkingar og eftirlit með þeim vera eitt mikilvægasta verkefnið á sviði neytendamála um þessar mundir.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur að víða þurfi að bæta úr verðmerkingum fyrirtækja. Segir hann verðmerkingar og eftirlit með þeim vera eitt mikilvægasta verkefnið á sviði neytendamála um þessar mundir. Vandinn við verðmerkingar sé brýnni nú en oftast, vegna stöðu efnahagsmála og gengis.

Segir í tilkynningu talsmanns neytenda að verðmerkingar séu forsenda eftirlits með verðlagi, og geri neytendum sjálfum kleift að fylgjast með hvort vörur hækka eða lækka í verði. Minnir hann á að í könnun Neytendasamtakanna á verðmerkingum fyrir áramót hafi þeim verið ábótavant í röskum helmingi verslana.