BANDARÍSKUR maður í Oregon, Thomas Beatie, sem var kona en fór í kynskiptaaðgerð, segist nú vera vanfær og kominn fimm mánuði á leið, að sögn The Guardian .
BANDARÍSKUR maður í Oregon, Thomas Beatie, sem var kona en fór í kynskiptaaðgerð, segist nú vera vanfær og kominn fimm mánuði á leið, að sögn The Guardian .

Beatie, sem er kvæntur, hét áður Tracy Lagondino og var þá lesbía á Hawaii og virk í réttindabaráttu samkynhneigðra. Beatie mun hafa sett mynd af sér og grein á vefsíðuna The Advocate og lýsir þar ánægju sinni með að eiga von á sér.