Fimmtán ára piltur sem hrifsaði til sín fartölvu í verslun BT í Kringlunni í Reykjavík um miðjan dag í gær var handsamaður af lögreglu klukkustund eftir ránið. Pilturinn klippti á öryggissnúru við fartölvu með skærum.
Fimmtán ára piltur sem hrifsaði til sín fartölvu í verslun BT í Kringlunni í Reykjavík um miðjan dag í gær var handsamaður af lögreglu klukkustund eftir ránið.

Pilturinn klippti á öryggissnúru við fartölvu með skærum. Þegar starfsmenn ætluðu að hafa afskipti af honum ógnaði hann þeim með skærunum og hljóp út úr versluninni.