FIMMTÁN ára piltur var handtekinn af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um klukkan fjögur í gærdag í Gerðahverfi, auk þriggja pilta á svipuðu reiki, fyrir vopnað rán í verslun BT í Kringlunni um klukkustund áður.
FIMMTÁN ára piltur var handtekinn af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um klukkan fjögur í gærdag í Gerðahverfi, auk þriggja pilta á svipuðu reiki, fyrir vopnað rán í verslun BT í Kringlunni um klukkustund áður. Að loknum yfirheyrslum var piltunum sleppt og telst málið upplýst.

Ungi maðurinn var einn að verki en félagar hans biðu skammt hjá. Hann fór vopnaður skærum inn í verslun BT, klippti á öryggissnúru sem tengd var við fartölvu og hrifsaði hana til sín. Starfsfólk verslunarinnar varð vart við verknað piltsins og hafði afskipti af honum. Brást hann ókvæða við og ógnaði starfsmönnum með skærunum, áður en hann hljópst á brott. Með fylgdu félagarnir.

Að sögn lögreglu fundust bæði tölvan og skærin sem notuð voru.