Endurfundir „Við höldum alltaf sambandi og erum búnir að gera það í gegnum öll þessi ár. Einar og Garðar eru nánast eins og bræður ennþá og ég fylgi með þegar við getum,“ segir Jóhann G.
Endurfundir

„Við höldum alltaf sambandi og erum búnir að gera það í gegnum öll þessi ár. Einar og Garðar eru nánast eins og bræður ennþá og ég fylgi með þegar við getum,“ segir Jóhann G. Jóhannsson leikari sem hitti félaga sína Garðar Thór Cortes og Einar Örn Einarsson í Nonnahúsi um páskana. Þeir léku á sínum tíma í þáttunum um Nonna og Manna. „Ég var 15, Garðar 12 og Einar 10 þannig að ég var eins og stóri bróðir þeirra.“