Fyrir þá sem eru hrifnir af hráum og kraftmiklum sportbílum, og geta lesið danskar leiðbeiningar, er ærið tilefni til að gleðjast.
Fyrir þá sem eru hrifnir af hráum og kraftmiklum sportbílum, og geta lesið danskar leiðbeiningar, er ærið tilefni til að gleðjast.

Daninn Ricky Søndergaard sýnir nú á bílasýningu í Bella Center á Amager frumgerðina af sportbíl sínum sem verður knúinn 265 hestafla forþjöppudísilmótor og vegur innan við 700 kg.

Um er að ræða tveggja sæta sportbíl og mun kramið að mestu koma frá GM, þar sem það er nýtt í bíla á borð við Pontiac Solstice og Opel GT. Hönnuður bílsins er líka danskur, Jasper Hermann, og hefur starfað sem hönnuður hjá BMW.

Søndergaard-bíllinn verður framleiddur á Fjóni og reiknað er með að afkastagetan verði um 500-700 bílar á ári. Bíllinn verður „kit“-bíll, eða heimasmíði úr forbyggðum einingum, en ætlunin er að hann verði engu að síður í sérflokki og lyfti hugtakinu á hærra og áður óþekkt plan.

Bíllinn verður hrár, í anda hreinræktaðra sportbíla, og sem dæmi munu ABS-hemlar verða fáanlegir sem aukabúnaður en loftpúðar ekki. fib.is