Dagbók góðrar grannkonu eftir Doris Lessing er komin út í kilju. Höfundurinn fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2007. Bókin kom upphaflega út 1983 og var gefin út í íslenskri þýðingu Þuríðar Baxter 1988.
Dagbók góðrar grannkonu eftir Doris Lessing er komin út í kilju. Höfundurinn fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2007. Bókin kom upphaflega út 1983 og var gefin út í íslenskri þýðingu Þuríðar Baxter 1988.

Jane Somers gegnir ábyrgðarstöðu og hefur alltaf hugsað mest um starf sitt og útlit en allt breytist þegar hún kynnist af tilviljun aldraðri grannkonu sinni, Maudie, sem hefur frá unga aldri þurft að berjast hart fyrir tilveru sinni og réttindum. Jane axlar smám saman meiri ábyrgð á Maudie.