<strong>Húmoristi</strong> Þorsteini finnst hann vera eins og ósofinn skíðamaður.
Húmoristi Þorsteini finnst hann vera eins og ósofinn skíðamaður.
Aðalsmaður vikunnar er húmoristi mikill sem sá meðal annars um sjónvarpsþáttinn Atvinnumanninn á sínum tíma. Ný snýr hann aftur á skjáinn með Svalbarða sem hefur göngu sína á Skjá einum hinn 4. apríl. Honum til halds og trausts í þættinum verður Ágústa Eva Erlendsdóttir.
Lýstu eigin útliti

Eins og ósofinn skíðamaður.

Hvaðan ertu?

Fossvogi.

Í hvaða sæti lendir Ísland í Eurovision? (spyr síðasti aðalsmaður, söngkonan Karen Pálsdóttir).

506. sæti.

Ertu í einhverjum samtökum?

Nei, ég er óháður kvartari.

Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór?

Hestur.

Hvenær fórstu að missa hárið?

Um 35.

Hvað ertu þungur?

600 kg. á Mars.

Hvaða bók lastu síðast?

Moby Dick.

Hvaða tónlist hlustarðu á þessa dagana?

Erlu Þorsteinsdóttur.

Að leika er eins og.....?

Tala upp úr svefni.

Hefurðu farið til Svalbarða?

Bara í huganum.

Er Svalbarði betri en Atvinnumaðurinn?

Svalbarði er allt sem þú vilt að hann sé.

Áttu þér lífsmottó?

Ekki detta í kántrítónlist.

Hver er þinn uppáhaldsgrínisti?

Ágústa Eva Erlendsdóttir.

Hvort ykkar er fyndnara, þú eða Ágústa Eva?

Hún. Ég er útbrunninn.

Helstu áhugamál?

Leggja mig.

Eftirlætislið í ensku knattspyrnunni?

FC Svalbarði.

Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfan þig?

Að ég er venjulegur.

Hvaðan færðu innblástur í listsköpun þinni?

Frá ættingjum.

Hvað tekur við af Svalbarða?

Norðurheimskautið.

Áttu ráð handa þeim sem vilja verða jafnfyndnir og þú?

Drepa sig.

Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda?

Ertu hætt/ur að fitla við þig?