— Morgunblaðið/Valdís Thor
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Uppáhaldsbíllinn minn er Jagúar eins Dýrlingurinn ók á sínum tíma. Mér hafa alltaf fundist það stórkostlegir bílar en mér þykir líka rosalega vænt um Santa Fe-jepplinginn minn þótt ég nenni sjaldnast að þrífa hann.
Uppáhaldsbíllinn minn er Jagúar eins Dýrlingurinn ók á sínum tíma. Mér hafa alltaf fundist það stórkostlegir bílar en mér þykir líka rosalega vænt um Santa Fe-jepplinginn minn þótt ég nenni sjaldnast að þrífa hann.“

– Tengistu jepplingnum að einhverju leyti á tilfinningalegan máta?

„Ég get nú varla sagt það. Ég þekki reyndar ekki Volkswagen frá vörubíl á götu en Jagúarbílar hafa ávallt heillað mig sérstaklega. Ég lifi samkvæmt þeirri „fílósófíu“ að það skipti ekki máli hvernig bíl þú ekur svo lengi sem hann kemur þér milli staða. Ég hef lengi predikað þetta í fjölskyldunni og talaði um að því ódýrari sem bílar væru því betra. Maðurinn minn hló því illkvittnislega þegar ég benti á bíl sem rann framhjá okkur á götu í London, lítill hvítur og voða sætur, og sagði: „Svona bíl myndi ég vilja. Þetta er fallegur bíll.“ Um var að ræða sporttýpu af Jagúar sem kostar víst álíka og ævilaun venjulegs launafólks á Íslandi. Ég hef farið varlega í að benda á ökutæki síðan.“

– Hvernig bíl myndirðu vilja eignast ef þú þyrftir ekki að velta verðinu fyrir þér?

„Draumabíllinn getur verið hvaða tegund sem er en rauður yrði hann, svo mikið er víst. Það er eitthvað svo einstaklega glæsilegt við rauða bíla og svo er maður örugglega áberandi í rauðum bíl. En í bili læt ég mér nægja gráan jeppling og fell inn í fjöldann.“