Afhending Ásberg verktakar fengur afhentar 2 nýjar Hydrema 912D trukka nú nýlega. Frá vinstri, Ágúst Markússon frá Ásberg ehf, Gísli Ólafsson, sölustjóri Vélar og Þjónusta, Markús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ásberg og Hrannar Markússon Ásberg ehf.
Afhending Ásberg verktakar fengur afhentar 2 nýjar Hydrema 912D trukka nú nýlega. Frá vinstri, Ágúst Markússon frá Ásberg ehf, Gísli Ólafsson, sölustjóri Vélar og Þjónusta, Markús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ásberg og Hrannar Markússon Ásberg ehf.
Vélar og þjónusta hafa markaðssett nýja trukka, eða búkollur, af gerðinni Hydrema, og hafa þeir notið mikilla vinsælda hjá verktökum hér á landi. Trukkurinn er léttur, eða um sjö og hálft tonn.
Vélar og þjónusta hafa markaðssett nýja trukka, eða búkollur, af gerðinni Hydrema, og hafa þeir notið mikilla vinsælda hjá verktökum hér á landi. Trukkurinn er léttur, eða um sjö og hálft tonn. Hann ber fjórtán til fimmtán tonn og er með 180 gráðu sturtun frá sér. Vélin er liðstýrð með veltibremsu og fjöðrun á liðinn.

Vélin er búin dekkjum sem eru 600 mm að breidd frá Trelleborg og allur undirvaginn er plötuklæddur. 100 prósent læsing er á afturhásingu og tregðulæsingar eru að framan. Miklu máli skiptir að vélin er skráð sem vinnuvél í IF flokki hjá Vinnueftirlitinu og er því á litaðri olíu.

Litlar, snöggar og hentugar innan vinnusvæða

Verktakafyrirtækið Ásberg hefur nýverið eignast tvo nýja Hydrema 912D trukka. Að sögn Hrannars Magnússonar hjá Ásberg eru þeir mjög ánægðir með kaupin. Þessir trukkar séu minni útfærsla af þeim stærri en uppbyggingin sú sama.

,,Þetta er algjör nýjung,“ segir Hrannar. ,,Trukkarnir eru á breiðum dekkjum og af þeim sökum fljóta þeir mjög vel. Hægt er að snúa pallinum í 180 gráður og snúa honum á báðar hliðar sem er mjög hentugt, til dæmis þegar unnið er meðfram göngustígum. Það er hægt að vinna í þröngum aðstæðum vegna þess hversu beygjuradíusinn er mikill.“

Hrannar segir að Hydrena sé bylting í þess konar vélum.

,,Þessar vélar eru litlar, hrikalega fljótar á milli staða. Þær eru mun fljótari í förum en stóru vélarnar og geta því farið miklu fleiri ferðir á styttri tíma. Sá eiginleiki gerir þær mjög hentugar innan vinnusvæða.“