— Associated Press
EAMON Sullivan og Libby Trickett settu í gær heimsmet í sundi en þau eru bæði frá Ástralíu.
EAMON Sullivan og Libby Trickett settu í gær heimsmet í sundi en þau eru bæði frá Ástralíu. Sullivan setti met í 50 metra skriðsundi og bætti hann met Frakkans Alain Bernard og Trickett er fyrsta konan sem nær að synda 100 metra skriðsund undir 53 sekúndum. Sullivan kom í mark á 21,41 sekúndu og bætti hann metið um 9/100 úr sekúndu. Trickett, sem áður var með eftirnafnið Lenton, synti á 52,88 sekúndum og bætti hún met Britta Steffen frá Þýskalandi um 42/100 úr sekúndu en Steffen setti það met árið 2006. Á myndinni er það Trickett sem fagnar metinu.