Árni Oddur Þórðarson
Árni Oddur Þórðarson
EYRIR Invest heldur áfram að bæta við hlut sinn í Marel Food Systems . Í gær flaggaði félagið kaupum á tæplega 5 milljónum hluta og á það nú orðið 35,7% af heildarhlutafé Marels.
EYRIR Invest heldur áfram að bæta við hlut sinn í Marel Food Systems . Í gær flaggaði félagið kaupum á tæplega 5 milljónum hluta og á það nú orðið 35,7% af heildarhlutafé Marels.

Árni Oddur Þórðarson , forstjóri Eyris og stjórnarformaður Marels, segir í samtali við Morgunblaðið að ekki standi til að yfirtaka félagið. Hann hafi lýst því yfir á síðasta afkomufundi að stjórnendur Marels hefðu metnað til að hafa félagið skráð á markaði enda hefði stuðningur frá fjármálamörkuðum þjónað vaxtarmarkmiðum félagsins vel. „Marel er alþjóðlegt félag með nær einvörðungu erlent sjóðstreymi en að hluta til innlendan kostnað. Teljum við að hægt sé að skapa mikil hluthafaverðmæti á næstu árum og okkar mat er að hlutabréfaverð mælt í evrum sé nú hagstætt ,“ segir Árni Oddur.