Pólverjinn Tomasz Krzysztof Jagiela, sem lögreglan á höfuðuðborgarsvæðinu lýsti eftir, er kominn í leitirnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.
Pólverjinn Tomasz Krzysztof Jagiela, sem lögreglan á höfuðuðborgarsvæðinu lýsti eftir, er kominn í leitirnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Mannsins var leitað í tengslum við rannsókn á árásarmáli í Keilufelli í Reykjavík þegar hópur manna réðst á Pólverja, sem þar búa. Maðurinn gaf sig fram við lögreglu í Keflavík í gærmorgun. Sex manns sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

mbl.is