Í byrjun þessa árs voru teknir í notkun þrír nýir hillulyftarar í Ísheimum, frystivörumiðstöð Samskipa. Eru þeir af gerðinni Hyster C1.
Í byrjun þessa árs voru teknir í notkun þrír nýir hillulyftarar í Ísheimum, frystivörumiðstöð Samskipa. Eru þeir af gerðinni Hyster C1.5 VNA – MAN UP og leysa þeir af hólmi tíu ára gamla lyftara sem hafa verið í notkun frá því Ísheimar voru teknir í notkun í febrúar 1998.

Í fréttatilkynningu segir að lyftarahúsin séu sérstaklega vel útbúin fyrir starfsmenn og að sjálfsögðu upphituð, enda er frostið inni í frystigeymslunni sjálfri meira en 20°C. Í lyftarana voru jafnframt settar nýjar og öflugar TraffiCom tölvur. Með nýjum tölvunum bjóðast nýir möguleikar til skilvirkni við vinnu.