NÝLIÐAR Fjölnis í úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa fengið liðsauka frá Íslandsmeisturum Vals. Hlíðarendafélagið hefur lánað þeim sóknarmanninn Andra Val Ívarsson og varnarmanninn Kristján Hauksson.
NÝLIÐAR Fjölnis í úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa fengið liðsauka frá Íslandsmeisturum Vals. Hlíðarendafélagið hefur lánað þeim sóknarmanninn Andra Val Ívarsson og varnarmanninn Kristján Hauksson.

Andri Valur kom til Vals frá Völsungi fyrir tveimur árum. Hann var fyrst lánaður aftur til Húsavíkur og var síðan í láni hjá 1. deildarliði Fjarðabyggðar í fyrra þar sem hann var markahæstur með 6 mörk.

Kristján gekk til liðs við Val frá Fram í vetur en hann lék 13 leiki með Frömurum í úrvalsdeildinni síðasta sumar.

Fjölnir hefur einnig fengið fimm nýja leikmenn fyrir tímabilið en Óli Stefán Flóventsson og Eyþór Atli Einarsson eru komnir frá Grindavík og Ólafur Páll Snorrason frá FH. Ólafur var reyndar í láni hjá Fjölni um skeið síðasta sumar. Atli Viðar Björnsson og Heimir Snær Guðmundsson eru hinsvegar farnir aftur til FH eftir lánsdvöl hjá Fjölni og Ragnar H. Gunnarsson er farinn í 2. deildarlið Hvatar á Blönduósi.