Írska blaðið Irish Examiner sagði í leiðara í gær, að írska fjármálaeftirlitið rannsakaði hvort neikvæðum orðrómi hefði verið vísvitandi komið á kreik um írskar fjármálastofnanir nýlega með það að markmiði að grafa undan þeim og gera þær viðkvæmari...
Írska blaðið Irish Examiner sagði í leiðara í gær, að írska fjármálaeftirlitið rannsakaði hvort neikvæðum orðrómi hefði verið vísvitandi komið á kreik um írskar fjármálastofnanir nýlega með það að markmiði að grafa undan þeim og gera þær viðkvæmari fyrir yfirtöku. „Sú ógn við efnahag okkar, sem stafar af athæfi af þessu tagi, kom berlega í ljós á þriðjudag þegar Seðlabanki Íslands neyddist til að hækka stýrivexti sína í 15% til að bregðast við þeim áhrifum, sem orðrómur var farinn að hafa á fjárhagsstöðugleikann í landinu.

Írland og Ísland eru bæði lítil opin hagkerfi sem eru viðkvæm fyrir breytingum á alþjóðlegum viðskiptavæntingum. Hvort land um sig verður að gera það sem það getur til að verja hagsmuni sína og ef í því felst að bregðast við fjármálaglæpum með ráðum sem við höfum ekki gripið til áður, þá verður svo að vera,“ segir blaðið. mbl.is