VALAMED ehf., nýstofnað þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði, stendur fyrir málþingi sunnudaginn 30. mars þar sem lyfjanæmispróf, aðferð við að meta fyrirfram mögulegan árangur af lyfjameðferð krabbameinssjúklinga, verður kynnt.
VALAMED ehf., nýstofnað þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði, stendur fyrir málþingi sunnudaginn 30. mars þar sem lyfjanæmispróf, aðferð við að meta fyrirfram mögulegan árangur af lyfjameðferð krabbameinssjúklinga, verður kynnt. Á málþinginu flytja þrír vísindamenn á þessu sviði framsöguerindi auk krabbameinslæknis sem nýtt hefur þessa aðferð við að velja lyfjameðferð, segir í fréttatilkynningu.

Í lyfjanæmisprófi er tekið sýni úr krabbameinsæxli og áhrif mismunandi krabbameinslyfja á krabbameinsfrumurnar síðan mæld. Tilgangurinn með málþingi ValaMeder að kynna þessa aðferðafræði hér á landi, sérstaklega krabbameinslæknum, vísindamönnum og forstöðumönnum innan heilbrigðiskerfisins, segir í fréttinni.

Meðal fyrirlesara á málþinginu verður Larry M. Weisenthal, Weisenthal Cancer Group, Bandaríkjunum, en hann telst frumherji á sviði lyfjanæmisprófa á krabbameinsfrumum sem hann hefur stundað frá því seint á níunda áratugnum, segir í fréttatilkynningu. Hann er einn af stofnendum Oncotech.