Handhægur Wave handlangarinn sparar tíma og eykur öryggi.
Handhægur Wave handlangarinn sparar tíma og eykur öryggi. — Morgunblaðið/Golli
Hinir svokölluðu Wave-handlangarar eru sem óðast að ryðja sér til rúms víða um heim, en notkun þeirra stóreykur öryggi starfsfólks og sparar jafnframt tíma og vinnu að verulegu leyti.
Hinir svokölluðu Wave-handlangarar eru sem óðast að ryðja sér til rúms víða um heim, en notkun þeirra stóreykur öryggi starfsfólks og sparar jafnframt tíma og vinnu að verulegu leyti. Það er Straumur-Hraðberg ehf í Hafnarfirði sem flytur inn tækin til Íslands, en fyrirtækið hefur einkum sérhæft sig í heildarlausnum fyrir vöruhús.

Wave-handlangararnir eru afskaplega liprir og hentugir í notkun, sérstaklega þegar um er að ræða minni hluti sem geymdir eru hátt uppi. Þetta á sérstaklega við um þar sem oft þarf að sækja einstaka vöru en erfitt eða óhentugt er að koma við hillulyftara eða þrönggangalyftara.

„Í rauninni leysa þessir svokölluðu handlangarar mest allan stigaútbúnað af hólmi og allir þeir sem þekkja til lagerstarfa vita hversu erfitt það getur verið að sækja þyngri kassa hátt upp í hillur,“ segir Sigurður Héðinn, markaðsstjóri Straums-Hraðbergs.

„Wave-handlangarinn er mjög hentugt tæki í lagera og vöruhús þar sem sækja þarf einstakar vörur upp í hillurekka. Hann kemur í staðinn fyrir stiga og önnur slík tól og sparar bæði tíma og starfsorku, svo ekki sé minnst á hið aukna öryggi sem fylgir notkun hans,“ segir Sigurður.

Aukið öryggi í vinnunni

Wave-handlangarinn er þannig gerður að nánast er ómögulegt að verða fyrir meiðslum við notkun hans.

„Auðvitað er aldrei hægt að koma algerlega fyrir slysahættu óháð því hvernig aðstæður eru, en handlangarinn eykur samt öryggið gífurlega,“ segir Sigurður.

Wave-handlangarinn er mjög stöðugur og samtímis lipur í notkun. Hann nær 2,97 metra vinnuhæð og hægt er að lyfta honum og stjórna bæði hratt og vel.

„Það er reyndar ekki hægt að stjórna handlangaranum nema öryggishlið séu lokuð og báðar hendur starfsmanns á stjórntækjunum samtímis. Notandinn verður líka að vera í réttri stöðu annars stöðvast tækið af sjálfu sér,“ segir Sigurður.

Öryggisútbúnaður Wave-handlangarans gerir hann þó hvorki fyrirferðarmikinn né þunglamalegan.

„Handlangarinn er 1,5 metra langur og 75 sentimetra breiður, það er hægt að snúa honum auðveldlega og á staðnum, hann kemst nánast alls staðar að og vinnur bæði hratt og örugglega,“ segir Sigurður.

Heildarlausnir

Straumur-Hraðberg ehf varð til í upphafi árs 2006 við samruna fyrirtækjana Straums ehf og Hraðbergs ehf. Hið sameinaða fyrirtæki rekur verslun með hillukerfi fyrir vörulagera, (eða bara kompuna heima) vöruturna, auk gaffallyftara, lyftitækja, lagervagna, plastkassa, stálskápa, trappna, trillna o.fl. Fyrirtækið býður einnig upp verkstæði og þjónustu við lyftara.

„Við fluttum inn í nýtt húsnæði hérna í nóvember í fyrra og sameinuðum þá starfsemi beggja fyrirtækjanna undir einu þaki, sem er mjög hentugt fyrir okkur,“ segir Jón Gunnar Baldvinsson, forstjóri Straums-Hraðbergs ehf.

Jón Gunnar segir að fyrirtækið sérhæfi sig í alhliða lausnum fyrir vöruhús en fyrirtækið selur bæði lyftara af mörgum gerðum, hillur og brettakerfi og annað það sem til þarf í starfsemi stórra sem smárra vöruhúsa.

„Við erum í stuttu máli með allar hugsanlegar geymslulausnir og veitum auk þess þjónustu, bæði með varahluti og viðgerðir, fyrir lyftara af öllum gerðum, hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi,“ segir Jón Gunnar.

Hann segir að fyrirtækið eigi alltaf mikið magn á lager og geti yfirleitt sett upp 300-500 bretta kerfi beint út af lager.

„Ef um stærri kerfi er að ræða verðum við auðvitað að panta en við ráðum vel við allstór kerfi beint af lagernum hjá okkur.

Hjá fyrirtækinu starfa tíu starfsmenn, þar á meðal tveir rafvirkjar og bifvélavirkjar, en fyrirtækið er með verkstæðis- og aðra þjónustu fyrir allar tegundir lyftara.