Halla Helgadóttir
Halla Helgadóttir
Stjórn Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur ráðið Höllu Helgadóttur í stöðu framkvæmdastjóra. Halla er grafískur hönnuður að mennt og hefur starfað í auglýsingafaginu í 20 ár og hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir verk sín.
Stjórn Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur ráðið Höllu Helgadóttur í stöðu framkvæmdastjóra.

Halla er grafískur hönnuður að mennt og hefur starfað í auglýsingafaginu í 20 ár og hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir verk sín. Hún hefur víðtæka reynslu á sviði hönnunar og hefur starfað í mjög nánum tengslum við íslenskt atvinnulíf. Hún er einn af upphafsmönnum og stofnendum auglýsingastofanna Grafíts og Fítons. Síðustu ár á Fíton hefur hún m.a. unnið sem hönnuður, hönnunarstjóri, listrænn stjórnandi, verkefnastjóri, teiknistofustjóri, haft umsjón með viðskiptatengslum, áætlunargerð og viðskiptaráðgjöf. Halla hefur einnig kennt í hönnunardeild Listaháskóla Íslands ásamt því að vera prófdómari. Hún hefur komið fram í fjölmiðlum og haldið fyrirlestra um auglýsinga og markaðsmál. Einnig hefur hún setið í mörgum stjórnum félaga sem tengjast hagsmunamálum hönnuða á Íslandi og erlendis. Halla mun formlega taka við starfinu á næstu dögum.

Hönnunarmiðstöð Íslands mun verða staðsett til bráðabirgða í Aðalstræti 10. Í stjórn Hönnunarmiðstöðvarinnar sitja:

Gunnar Hilmarsson formaður, Dennis Davíð Jóhannesson varaformaður, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Egill Egilsson, Haukur Valdimarsson, Dagný Bjarnadóttir, Rósa Helgadóttir, Hallgrímur Friðgeirsson, Haukur Már Hauksson