Bob Dylan
Bob Dylan
ALMENN miðasala hefst í dag á tónleika Bob Dylan sem fram fara í Egilshöll hinn 26. maí næstkomandi. Tvö þúsund miðar seldust í gær á nokkrum mínútum þegar sérstök forsala fór fram fyrir handhafa Mastercard og fengu mun færri miða en vildu.
ALMENN miðasala hefst í dag á tónleika Bob Dylan sem fram fara í Egilshöll hinn 26. maí næstkomandi. Tvö þúsund miðar seldust í gær á nokkrum mínútum þegar sérstök forsala fór fram fyrir handhafa Mastercard og fengu mun færri miða en vildu. Það má því gera ráð fyrir því að salan fari vel af stað í dag.

Byrjað verður að selja miða klukkan tíu fyrir hádegi bæði á Miði.is og á öllum afgreiðslustöðum fyrirtækisins. Sex þúsund miðar eru í boði og hægt er að velja um að greiða 6.900 krónur fyrir stæði fjær sviðinu eða 8.900 fyrir að standa nær rokkgoðinu á tónleikunum.