Í dag rennur út andmælaréttur eigenda hússins að Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði vegna ákvörðunar bæjarstjórnar um að sektum upp á 50 þúsund krónur á dag verði beitt frá 1. apríl verði vistarverum í húsinu, sem er iðnaðarhúsnæði, ekki lokað.
Í dag rennur út andmælaréttur eigenda hússins að Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði vegna ákvörðunar bæjarstjórnar um að sektum upp á 50 þúsund krónur á dag verði beitt frá 1. apríl verði vistarverum í húsinu, sem er iðnaðarhúsnæði, ekki lokað.

Um 20 einstaklingar, íslenskir og erlendir, búa í iðnaðarhúsnæðinu. Eigendur byggingarinnar hafa endurbætt brunavarnir samkvæmt ábendingum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en búseta í húsinu er samt sem áður ólögleg.

„Eigendur húsnæðisins hafa fengið margar ítrekanir um að loka og því hefur verið ákveðið að beita dagsektum,“ segir Jón Sigurðsson, hjá skipulags- og byggingasviði Hafnarfjarðar.

ibs