Anna Fjóla Gísladóttir
Anna Fjóla Gísladóttir
ANNA Fjóla Gísladóttir ljósmyndari, flytur fyrirlestur um konur í ljósmyndasögunni í Ketilhúsinu í Listagili á Akureyri í dag kl 14.50.
ANNA Fjóla Gísladóttir ljósmyndari, flytur fyrirlestur um konur í ljósmyndasögunni í Ketilhúsinu í Listagili á Akureyri í dag kl 14.50.

Fyrirlesturinn er einn fjögurra í röðinni Fyrirlestrar á vordögum, sem allir spanna efni sem tengist listum og menningu. Þeir eru skipulagðir af kennurum á listnámsbraut skólans í samvinnu við Listasafnið á Akureyri og Menningarmiðstöðina í Grófargili. Anna Fjóla talar um og sýnir myndir eftir um það bil tíu konur allt frá 1850- 2007. Meðal þeirra eru Julia Margaret Cameron, Lee Miller og Mary Ellen Mark. Aðgangur er ókeypis.