Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi í gærmorgun að festa kaup á eigninni Kleifarseli 18 í Seljahverfi í Breiðholti.
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi í gærmorgun að festa kaup á eigninni Kleifarseli 18 í Seljahverfi í Breiðholti. Í tilkynningu frá borginni segir að um sé að ræða verslunar- og íbúðarhúsnæði sem til standi að breyta í frístundaheimili ÍTR og nota fyrir starfsemi heilsdagsskóla fyrir fötluð börn. Einnig sé til skoðunar að annars konar skólastarf verði í húsinu.

Íbúar í Seljahverfi höfðu mótmælt fyrri áformum borgarinnar um að breyta húsinu alfarið í íbúðarhúsnæði og byggja við það. Vildu þeir frekar að húsið yrði nýtt íbúum hverfisins í hag. Í áðurnefndri tilkynningu segir að borgin sé nú að koma til móts við þessar óskir íbúanna.

hos