Á þessum degi árið 1941 lést rithöfundurinn Virginia Woolf. Hún hafði þjáðst af geðveiki um skeið og sá ekki fram á að ná andlegri heilsu. Þennan dag skrifaði hún bréf til eiginmanns síns, Leonards, og systur sinnar, Vanessu.
Á þessum degi árið 1941 lést rithöfundurinn Virginia Woolf. Hún hafði þjáðst af geðveiki um skeið og sá ekki fram á að ná andlegri heilsu. Þennan dag skrifaði hún bréf til eiginmanns síns, Leonards, og systur sinnar, Vanessu. Hún gekk síðan að ánni Ouse, setti stóran stein í vasa sinn og drekkti sér. Börn fundu lík hennar átján dögum seinna.

Virginia var í hópi brautryðjenda nýrra aðferða í skáldsagnaritun með notkun hugflæðis. Verk hennar höfðu mikil áhrif á kvennahreyfingar. Meðal þekktustu skáldsagna hennar eru Mrs. Dalloway, To the Lighthouse, Orlando og The Waves. Bókin A Room of One's Own (Sérherbergi), um hlutverk kvenna í mannkynssögunni og þjóðfélaginu, telst til sígildra rita kvennabókmennta. Dagbækur hennar og bréf hafa verið gefin út í allnokkrum bindum. Virginia Woolf þykir í hópi merkustu rithöfunda 20. aldar.