Gítarleikari hinnar sívinsælu hljómsveitar Bon Jovi, Richie Sambora, var handtekinn fyrir ölvunarakstur fyrr í vikunni.
Gítarleikari hinnar sívinsælu hljómsveitar Bon Jovi, Richie Sambora, var handtekinn fyrir ölvunarakstur fyrr í vikunni. Nú hefur það komið upp úr dúrnum að Sambora var ekki einn í bílnum þegar hann var handtekinn heldur voru þrjár konur farþegar í bílnum þegar hann var tekinn. Einn af þessum farþegum mun hafa verið 10 ára gömul dóttir hans og leikkonunnar Heather Locklear, Ava Elizabeth. vij