Hraustur Aukin neysla á stoðmjólk í stað kúamjólkur hefur bætt járnbúskap ungbarna.
Hraustur Aukin neysla á stoðmjólk í stað kúamjólkur hefur bætt járnbúskap ungbarna. — Morgunblaðið/Ásdís
RANNSÓKN Rannsóknastofu í næringarfræði, sem gerð var árið 2006, leiddi í ljós að járnbúskapur ungbarna hefur batnað talsvert síðan fyrir tíu árum.
RANNSÓKN Rannsóknastofu í næringarfræði, sem gerð var árið 2006, leiddi í ljós að járnbúskapur ungbarna hefur batnað talsvert síðan fyrir tíu árum.

Helstu breytingar, sem orðið hafa í mataræði íslenskra ungbarna, er að neysla á venjulegri kúamjólk hefur dregist verulega saman og stoðmjólkin hefur komið inn sem aðal-drykkjarmjólkin hjá sex til tólf mánaða börnum. Aðrar breytingar, sem geta skýrt það að járnbúskapur barna hefur batnað, er aukin neysla á ungbarnagrautum, ávöxtum og grænmeti. Ungbarnagrautarnir gefa bæði járn og C-vítamín og ávextir og grænmeti eru C-vítamínrík sem eflir upptöku járns í meltingarveginum, samkvæmt upplýsingum Rannsóknastofu í næringarfræði.