Greiðslur lífeyrisþega hækka um 4 prósent frá og með 1. febrúar sl. og kemur sú hækun til viðbótar við 3,3 prósenta hækkun sem kom til framkvæmda 1. janúar. Miðað við óskertar bætur nemur hækkunin alls um 9.
Greiðslur lífeyrisþega hækka um 4 prósent frá og með 1. febrúar sl. og kemur sú hækun til viðbótar við 3,3 prósenta hækkun sem kom til framkvæmda 1. janúar. Miðað við óskertar bætur nemur hækkunin alls um 9.400 krónum á mánuði, að því er segir í tilkynningu félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

Helgi K. Hjálmsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir 7,4 prósenta hækkun litla þar sem grunnurinn er svo lágur. „Við viljum fá 18 þúsund króna hækkun á mánuði eins og þeir fengu sem eru með lægstu launin og ekkert minna. Það er bara hlægilegt að ríkið og Alþingi skuli leyfa sér að ætlast til að eldri borgarar lifi af réttum 100 þúsund krónum á mánuði. Það er algjörlega út í hött. Hagstofan reiknaði út að framfærsla fyrir einstakling væri 226 þúsund krónur á mánuði.“

Framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara óskaði þann 20. febrúar síðastliðinn eftir fundi með forsætisráðherra til að fara yfir þau atriði kjarasamninga sem sneru að hagsmunum eldri borgara og kjaramál almennt. „Við höfum ekki heyrt púst. Við ætluðum meðal annars að ræða um að eldri borgarar fengju að minnsta kosti sömu hækkun og þeir sem eru með lægstu launin,“ greinir Helgi frá.

Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir bandalagið ætla að þrýsta á hið opinbera að gera betur. „Það er réttlætismál að örorkubætur hækki til jafns við það sem þeir fengu sem eru með lægstu launin.“

ingibjorg@24 stundir.is