Undir Eyjafjöllum hvílir minnsta þriggja stjörnu hótel Íslands, Hótel Anna á bænum Moldnúpi. Hótelið er svo sannarlega tilvalið fyrir rómantíska sveitarferð í vor fyrir þá sem vilja einnig kanna fagurt landslagið í kring: Seljalandsfoss, Þórsmörk.
Undir Eyjafjöllum hvílir minnsta þriggja stjörnu hótel Íslands, Hótel Anna á bænum Moldnúpi.

Hótelið er svo sannarlega tilvalið fyrir rómantíska sveitarferð í vor fyrir þá sem vilja einnig kanna fagurt landslagið í kring: Seljalandsfoss, Þórsmörk. Skógarfoss,

Dyrhólaey, Vestmannaeyjar frá Bakka, Njálusetur og Heklu. Möguleikarnir eru mýmargir og skemmtilegir.

Býlið Moldnúpur hefur verið í eigu sömu ættar frá 1901, nú í fjórða ættlið frá 1993 og saga Hótel Önnu er skemmtileg en þar sem áður var hlaða er nú hótel með 5 herbergjum, gamla fjósinu og hesthúsinu hefur verið breytt í 60 manna veitingasal sem hlotið hefur nafnið Önnuhús.

Staðurinn er bernskuheimili listvefarans og rithöfundarins Önnu frá Moldnúpi og er nafngiftin þaðan komin.

Hótelið hlaut umhverfisvottun Green Globe 21 árið 2006.

dista@24stundir.is