Skelfilegt Jessica Alba leikur fiðluleikara sem sér óhuggulegar verur í The Eye.
Skelfilegt Jessica Alba leikur fiðluleikara sem sér óhuggulegar verur í The Eye.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÞRJÁR kvikmyndir verða frumsýndar í dag í íslenskum kvikmyndahúsum auk Stóra plansins , en umfjöllun um hana má finna á bls. 47. The Eye Sidney Wells er blindur konsertfiðluleikari og nýtur mikillar velgengni í starfi.
ÞRJÁR kvikmyndir verða frumsýndar í dag í íslenskum kvikmyndahúsum auk Stóra plansins , en umfjöllun um hana má finna á bls. 47.

The Eye

Sidney Wells er blindur konsertfiðluleikari og nýtur mikillar velgengni í starfi. Hún fær sjónina á ný eftir að hafa farið í augnaðgerð og verður að vonum himinlifandi en gleðin varir ekki lengi því brátt fer hún að sjá skelfilegar myndir sem engin skýring fæst á. Ættingjar Wells fara að óttast um geðheilsu hennar og hrollvekjan magnast. Í aðalhlutverkum eru Jessica Alba og Allessandro Nivola.

IMDb: 5,1/10

Metacritic: 36/100

New York Times: 40/100

The Other Boleyn Girl

Myndin er byggð á samnefndri metsölubók Philippu Gregory og segir af Boleyn-systrum, Anne og Mary, sem keppa um ástir Hinriks VIII Englandskonungs. Rómantík og svik eru allsráðandi og valdagræðgi Boleyn-fjölskyldunnar undirliggjandi. Mary verður á endanum hjákona konungs og elur honum barn. Anne lætur þó ekki deigan síga enda takmarkið að verða drottning. Systurnar leika Scarlett Johanson og Natalie Portman og konunginn leikur Eric Bana.

IMDb: 6,9/10

Metacritic: 50/100

New York Times: 40/100

Vantage Point

Spennutryllir með Dennis Quaid, Matthew Fox og Forest Whitaker í aðalhlutverkum. Tilraun er gerð til þess að ráða forseta Bandaríkjanna af dögum. Leyniþjónustumönnunum Thomas Barnes og Kent Taylor er falið að gæta forsetans á ráðstefnu um hryðjuverkaógn á Spáni sem tekst ekki betur en svo að forsetinn er skotinn til bana. Hefst þá leitin að morðingjanum. Bandarískur ferðamaður telur sig hafa náð morðingjanum á myndband.

IMDb: 6,7/10

Metacritic: 40/100

New York Times: 50/100