Fiskveiðar Norðmenn veiddu um 36.000 tonn af loðnu hér við land í febrúar og Færeyingar 4.000 tonn.
Fiskveiðar Norðmenn veiddu um 36.000 tonn af loðnu hér við land í febrúar og Færeyingar 4.000 tonn.
Alls lönduðu erlend skip 41.557 tonn af sjávarafla úr íslensku landhelginni í febrúarmánuði síðastliðnum. Umfangsmestu veiðarnar voru loðnuveiðar en loðnuafli erlendra skipa var 41.350 tonn. Engin skip stunduðu veiðar við landið í janúar.
Alls lönduðu erlend skip 41.557 tonn af sjávarafla úr íslensku landhelginni í febrúarmánuði síðastliðnum. Umfangsmestu veiðarnar voru loðnuveiðar en loðnuafli erlendra skipa var 41.350 tonn. Engin skip stunduðu veiðar við landið í janúar.

Þrjú ríki stunduðu loðnuveiðar hér við land á grundvelli tvíhliða samninga. Norðmenn voru afkastamestir með 50 skip og veiddu þau 35.759 tonn, 4 færeysk skip veiddu 3.893 tonn og eitt grænlenskt skip veiddi 1.697 tonn af loðnu. Færeysk skip voru einnig á línuveiðum innan lögsögunnar og lönduðu þau rúmlega 208 tonnum af bolfiski. Einkum er um að ræða ýsu, tæplega 141 tonn, þorskaflinn var rúm 35 tonn og af keilu tóku Færeyingar 24 tonn.